Góð aðsókn
11.06.2014
Innritun á haustönn gengur vel og lítur út fyrir að skólinn verði þétt setinn að vanda. Nemendur verða um 1250-1300 og verða nýnemar heldur fleiri en á síðasta ári. Áberandi er mikill áhugi á námi í tæknigreinum og hefur aðsóknin að sumum deildum þar aldrei verið jafnmikil; eins og í grunndeild málm- og véltæknigreina og grunndeild rafiðna.
Innritun á haustönn gengur vel og lítur út fyrir að skólinn verði þétt setinn að vanda. Nemendur verða um 1250-1300 og verða nýnemar heldur fleiri en á síðasta ári. Áberandi er mikill áhugi á námi í tæknigreinum og hefur aðsóknin að sumum deildum þar aldrei verið jafnmikil; eins og í grunndeild málm- og véltæknigreina og grunndeild rafiðna. Aðsókn á aðrar brautir skólans er jafnframt góð og má búast fjörugu skólaári 2014-2015. Þá er þess að geta að á síðasta skólaári voru 260 nemendur brautskráðir frá VMA.