KEA styrkir uppfærslu Leikfélags VMA á Bót og betrun
Í dag veitti Örn Smári Jónsson, formaður Leikfélags VMA, viðtöku 300 þúsund króna styrk úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA vegna uppsetningar félagsins á farsanum Bót og betrun sem verður frumsýndur í febrúar nk. í Gryfjunni í VMA. Styrkurinn var afhentur við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi.
Hér má sjá skrá yfir styrkhafa úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA að þessu sinni.
Örn Smári vill koma á framfæri innilegu þakklæti til KEA fyrir þennan stuðning við uppfærslu vetrarins sem hann segir að sjálfsögðu skipta verulega miklu máli fyrir félagið. Æfingar eru í fullum gangi og hafa verið það síðan í október. Örn Smári segir að æft verði út næstu viku en síðan taki við jólafrí. Aftur verður hafist handa með æfingar eftir áramót.