KNÁRL lýkur í Listasafninu nk. sunnudag
Nú stendur yfir í Ketilhúsinu í Listasafninu á Akureyri KNÁRL, útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA og verður sýningin opin til og með nk. sunnudegi. Það er því um að gera að nýta tækifærið og njóta þess að sjá lokaverk þeirra fimm nemenda sem sýna á sýningunni en þeir eru:
Ásdís Fanney Aradóttir - Ofreynsla - Teiknimynd/Animation
Katla Böðvarsdóttir - Speglast í mér - Skúlptúr og málverk á spegli/Sculpture and Painting on Mirror
Loki Hilmarsson - Hitt og þetta/This and that
Narfi Storm Sólrúnar - Eldritch Affliction - Málverk og skúlptúr á striga/Painting and Sculpture on Canvas
Ragn Huldar Reykjalín Jóhannesbur - Exculansis/Prentaðar myndir: Málverk í tölvu/Prints: Digital Art
Sýningar á lokaverkum nemenda á listnáms- og hönnunarbraut er fastur liður þegar líða fer að lokum hverrar annar og er þetta tíunda árið sem brautin á í samstarfi við Listasafnið á Akureyri um þessar sýningar.
Við undirbúning sýningar á lokaverkefnum velja nemendur sér verkefni eftir áhugasviði þar sem þeim gefst tækifæri til að kynna sér nýja miðla eða dýpka skilning sinn á þeim sem þeir hafa áður kynnst. Að baki verkanna liggur hugmynda- og rannsóknarvinna og leita nemendur víða fanga í eigin sköpunarferli, allt eftir því hvað hentar hverri hugmynd og þeim miðli sem unnið er með.
Hér eru nokkrar myndir sem Arna G. Valsdóttir kennari tók af verkunum á sýningunni.
KNÁRL var opnuð sl. laugardag, kl. 15 og sem fyrr segir er síðasti sýningardagur nk. sunnudagur, 24. nóvember. Sýningin er opin alla daga kl. 12-17.