Kynning vélstjórnarnema í beinu streymi
Í dag kl. 13:00 verður kynning á lokaverkefnum vélstjórnarnema í M-01. Allir eru velkomnir að koma og fylgjast með kynningum nemendanna. Þeir sem ekki komast geta fylgst með í beinu streymi.
Verkefni vélstjórnarnemanna eru sem fyrr mjög áhugaverð og fjölbreytt:
Andri Valur Ómarsson - Kerra til flutninga á mótorhjóli
Axel Freyr Rúnarsson og Jón Ólafur Jónsson - Smíði á rafmótor sem prentaður er út með þrívíddartækni
Ásbjörn Guðlaugsson og Þórólfur Guðlaugsson - Smíði á Buggy bíl
Bjarki Freyr Sveinsson, Sölvi Sverrisson og Bjartur Geir Gunnarsson - Smíði á Go-kart bíl
Daði Þór Jóhannsson og Ellert Kárason - smíði á Pelton túrbínu sem prentuð er út með þrívíddartækni
Einar Rafn Stefánsson og Rannver Olsen - Hagkvæmi og tæknileg útfærsla á heimarafstöð í landi Fagrabæjar í Grýtubakkahreppi
Guðni Jóhann Sveinsson og Jakob Máni Reykjalín Jóhannsson - Smíði og hönnun á litlum rafbíl
Helgi Halldórsson - Hönnun og smíði á sjálfvirkri dósapressu
Hermann Hólmgeirsson - Notkun á Nanoefnum í sjávarútvegi
Hörður Gauti Viggósson - Búnaður fyrir jeppa til þess að stýra loftþrýstingi í dekkjum
Símon Pétur Borgþórsson - Hagkvæmni og tæknileg útfærsla á heimarafstöð í landi Hofstaða í Skagafirði
Svala Björk Svavarsdóttir - Roðpressa - búnaður til að hirða roð frá roðflettivél