Fara í efni

Kynningar á lokaverkefnum brautskráningarnema á starfs- og sérnámsbraut

Sigríður Huld skólameistari skoðar lokaverkefni Klöru Fanndísar Sonjudóttur.
Sigríður Huld skólameistari skoðar lokaverkefni Klöru Fanndísar Sonjudóttur.

Fastur liður á lokaönn brautskráningarnema í VMA er að vinna og kynna lokaverkefni sín. Nú stendur yfir í Listasafninu á Akureyri sýning á lokaverkefnum nemenda á listnáms- og hönnunarbraut og í dag kynntu brautskráningarnemar á starfsbraut og sérnámsbraut skólans lokaverkefni sín.

Eftirtaldir nemendur útskrifast af þessum tveimur námsbrautum núna í maí. Yfirskrift verkefnanna er í sviga:

Starfsbraut
Arnór Snær Sigurðsson (Stærstu félögin í ensku úrvalsdeildinni)
Herdís Franklín Einarsdóttir (Last of us)
Nóel Bent Theódórsson (Æfingaplan í ræktinni)

Sérnámsbraut
Anton Orri Hjaltalín (Áhugamálin mín)
Birta Rós Harðardóttir (Matarmenning ólíkra landa)
Ísabella Sigrún Vilhjálmsdóttir (Svipmyndir af fjögurra ára skólagöngu í VMA)
Klara Fanndís Sonjudóttir (Svipmyndir af fjögurra ára skólagöngu í VMA)
Martyna Lukawska (Rapparinn Issi)
Sigurður Einar Hákonarson (Svipmyndir af fjögurra ára skólagöngu í VMA)
Soffía Margrét Bragadóttir (Kíkt í myndaalbúmið)
Valdimar Tryggvi Hannesson (Heimaslóð í Húnaþingi)