Fara í efni

Lokaverkefnasýningin KNÁRL í Listasafninu

Sýning nemenda á listnáms- og hönnunarbraut VMA verður í Listasafninu 17. til 24. nóvember.
Sýning nemenda á listnáms- og hönnunarbraut VMA verður í Listasafninu 17. til 24. nóvember.

Á morgun, 16. nóvember kl. 15, verður KNÁRL, útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, opnuð í Ketilhúsinu, sýningarrými í Listasafninu á Akureyri. Sýning nemenda á lokaverkefnum sínum er fastur liður undir lok hverrar annar.

Brautskráningarnemar vinna jafnan að lokaverkefnum sínum á síðustu önninni í náminu. Vinnuferlið felst í hugmynda- og rannsóknarvinnu og er víða leitað fanga. Og framsetning verkanna er með ólíkum hætti, hvort sem er myndverk (málverk), skúlptúrar, vídeóverk eða textílverk.

Hluti af vinnunni er síðan uppsetning lokaverkefnissýningarinnar með leiðsagnarkennara eða -kennurum.

Nemendurnir sem sýna á KNÁRL eru allir á myndlistarlínu listnáms- og hönnunarbrautar; Ásdís Fanney Aradóttir, Katla Böðvarsdóttir, Loki Hilmarsson, Narfi Storm Sólrúnar og Ragn Huldar Reykjalín Jóhannesbur.

Sem fyrr segir verður sýningin opnuð á morgun, laugardag, kl. 15, og stendur hún til 24. nóvember. Opið er alla daga kl. 12-17.