Móttaka nýnema, fundur með foreldrum/forsjáraðilum
Mánudaginn 19. ágúst mæta nýnemar (nemendur fæddir 2008 eða 2009) í skólann kl. 13:00. Mæting er í Gryfjuna og verður nemendum skipt í hópa eftir umsjónarkennurum, hægt er að sjá nafn umsjónarkennara í Innu. Mikilvægt er að allir nýnemar mæti.
Foreldrum/forsjáraðilum er velkomið að koma með nemendum.
Nemendur fæddir 2007 og fyrr sem ekki hafa verið áður í VMA eru boðaðir á kynningarfund mánudaginn 19. ágúst kl. 11.30 í M01. Nemendur sem hafa áður verið í VMA en langt er síðan síðast eru einnig velkomnir á þennan fund.
Tölvuaðstoð
Nemendur geta fengið aðstoð í dag 19.ágúst kl 12-15 í stofu B02, við að komast inn í tölvukerfi skólans. Einnig er hægt að fara eftir leiðbeiningunum á heimsíðuni undir þjónusta - Tölvuaðstoð
Fundur með foreldrum/forsjáraðilum
Til að efla samstarf heimilis og skóla eru foreldrar/forsjáraðilar nýnema boðaðir á rafrænan
kynningarfund með námsráðgjöfum og stjórnendum á Teams mánudaginn 19. ágúst kl. 17:00, slóð á fundinn er hér.
Helsti tengiliður ykkar við skólann á þessu fyrsta ári verður umsjónarkennari nemanda (nafn umsjónarkennara kemur fram í Innu). Einnig er hægt að hafa samband við sviðsstjóra eða aðra stjórnendur eftir því sem við á.
Fyrsti kennsludagur og stundatöflur
- Stundaskrár nemenda hafa verið opnaðar í Innu. Foreldrar/forsjáraðilar geta jafnframt séð upplýsingar í Innu með því að skrá sig í gegnum Island.is
- Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 20. ágúst.
- Nemendur finna upplýsingar um bækur og námsgögn í Innu þegar stundatöflur birtast.
Hagnýtar upplýsingar
Nemendur þurfa að verða sér út um rafræn skilríki áður en önnin hefst.
Við bendum á upplýsingasíðu um upphaf annar og hvetjum nemendur til að kynna sér efni síðunnar en þar má finna ýmsar upplýsingar um skólann og skólastarfið. Nýnemar (fæddir 2008/2009) og nýir nemendur í VMA eru beðnir um að kynna sér vel upplýsingar sem eru á þessari síðu.
Hlökkum til að taka á móti nýjum og öðrum nemendum VMA.
Sigríður Huld, skólameistari VMA