Öflug stoðþjónusta í VMA
28.10.2020
Í Verkmenntaskólanum á Akureyri er til staðar öflug stoðþjónusta sem nemendur hafa aðgang að. Tveir námsráðgjafar eru starfandi við skólann, Svava Hrönn Magnúsdóttir og Helga Júlíusdóttir, hjúkrunarfræðingurinn Hannesína Scheving og Jóhanna Bergsdóttir sálfræðingur. Allar eru þessar konur til viðtals við nemendur til þess að greiða úr þeirra málum – hér má sjá allar upplýsingar um viðtalstíma þeirra.
Skólahaldið er óvenjulegt um þessar mundir vegna Covid heimsfaraldursins og sjaldan hefur verið jafn mikil þörf á þjónustu og aðstoð fagfólks – hvort sem hún lýtur að námsframvindu eða líðan. Þess vegna eru nemendur hvattir til þess að nýta sér alla þá stoðþjónustu sem skólinn hefur upp á að bjóða.