Rebekka Künis með þriðjudagsfyrirlestur
28.02.2017
Í dag, þriðjudaginn 28. febrúar, kl. 17-17.40, heldur svissneska myndlistarkonan Rebekka Künis þriðjudagsfyrirlestur í Ketilhúsinu. Yfirskrift fyrirlestursins er Snoring in the Emptiness – Swiss Artists in Iceland. Þar mun Rebekka fjalla um áhrif Íslands í verkum svissneskra samtímalistamanna, einna helst Roman Signer.
Rebekka Künis lauk diplómanámi í myndlist og hönnun árið 2002 frá Hochschule der Künste í Bern í Sviss. Undanfarið ár hefur hún kennt myndlist og þýsku við Menntaskólann á Akureyri ásamt því að starfa sem leiðsögumaður hjá SBA Norðurleið. Samhliða kennslustörfum vinnur Rebekka að eigin listsköpun og hefur reglulega tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar.
Aðgangur er ókeypis.