Samband manns, náttúru og menningar í þriðjudagsfyrirlestri
Í dag, þriðjudaginn 17. október kl. 17:00-17:40 heldur ítalska myndlistarkonan Elena Mazzi Þriðjudagsfyrirlestur um rannsóknir sínar á sambandi manns, náttúru og menningar.
Í vinnu sinni endurtúlkar hún menningarlega arfleið staða, fléttar inn í það sögum, staðreyndum og fantasíum sem sprottnar eru í nærsamfélögunum í þeim tilgangi að nálgast lausnir í togstreitu manns og náttúru. Með mannfræðilegum vinnuaðferðum leitast hún við að finna heildræna nálgun sem miðar að því að brúa gjár samfélagsins. Í fyrirlestrinum segir hún einnig frá nýlegum verkefnum sínum t.d. Polar Silk Road.
Elena Mazzi stundaði nám í listasögu í Siena og myndlist í Feneyjum og Stokkhólmi. Hún vinnur um þessar mundir að doctorsverkefni sínu í Villa Arson og Université Côte d'Azur, Nice. Verk hennar hafa verið sýnd víða um heim og hefur hún hlotið fjölmörg verðlaun. Einnig hefur hún stundað kennslu fyrir mismunandi aldurshópa.
Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn sem fer fram á ensku og er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri, VMA og Gilfélagsins.