Síðustu viðburðir forvarnavikunnar í dag og kvöld
Síðustu tveir viðburðir forvarnavikunnar í VMA verða í dag og kvöld. Annars vegar verður forvarnadagur í Gryfjunni kl. 11:45 til 13:30 þar sem Bára, Aníta Rún og Andrea Ýr frá Minningarsjóði Einars Darra flytja ávörp, flutt verður tónlist o.fl.
Í kvöld kl. 19:00 verður síðan forvarna- og skemmtikvöld í Gryfjunni. Ávörp flytja Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, fulltrúar Minningarsjóðs Einars Darra og Saga Nazari sem jafnframt mun flytja tónlist sína. Öll munu þau segja reyslusögur tengdar fíkniefnum og lyfseðilsskyldum lyfjum. Einnig verður Stefán Haukur Björnsson Waage með tónlistaratriði. Þessi viðburður er öllum opinn og er aðgangseyrir kr. 1000 en 500 kr. fyrir grunnskólanemendur. Allur ágóði rennur til Minningarsjóðs Einars Darra.