Sturtuhausinn í kvöld
Í kvöld kl. 20:00 verður Sturtuhausinn – söngkeppni VMA í Gryfjunni í VMA. Síðustu daga hafa verið æfingar í Gryfjunni og sviðið hefur fengið gjörbreytta ásýnd. Öllu verður tjaldað til og er eftirvænting í loftinu fyrir kvöldið.
Sex lög verða í keppninni í ár og verður undirleikur að mestu með hljómsveitinni Sót. Í henni eru: Ísleifur Jónsson gítar, Ívar Leó Hauksson bassi, Daníel Hrafn Ingvarsson bassi, Bjarmi Friðgeirsson trommur. Gaman er að segja frá því að Ísleifur og Ívar stunda báðir nám við VMA og Daníel Hrafn stundar nám við MA.
Raddþjálfi keppninnar í ár er Ívar Helgason.
Forsala aðgöngumiða hefur verið þessa viku. Hér er hægt að kaupa miða og einnig verður miðasala við austur inngang í kvöld. Húsið verður opnað kl. 19:30. Miðaverð er 2500kr.
Í dómnefnd kvöldsins eru: Arna Skagfjörð, Kristjana Arngrímsdóttir og Selma Rut, en kynnar kvöldsins verða Mummi og Vala.