Tímasetningar brautskráningarhópa
18.12.2020
Brautskráning hefst í Hofi klukkan10:00 í fyrramálið, laugardaginn 19. desember. Brautskráningin verður ein samfelld athöfn en vegna sóttvarnareglna verður hún þrískipt, þ.e. brautskráningarnemum hefur verið skipt í þrjá hópa. Hópur 1 verður í stóra salnum í Hofi í upphafi brautskráningar. Að lokinni brautskráningu hans ganga nemendur í hópi 2 til sætis í Hamraborg. Að brautskráningu þess hóps lokinni gengur hópur 3 í Hamraborg til brautskráningar.
Hóparnir eru sem hér segir:
Hópur 1 - mæting í Hof kl. 09:40:
- · Félags- og hugvísindabraut
- · Fjölgreinabraut
- · Íþrótta- og lýðheilsubraut
Hópur 2 - mæting kl. 10:05
- · Listnáms- og hönnunarbraut
- · Náttúruvísindabraut
- · Sjúkraliðabraut
- · Viðskipta- og hagfræðibraut
- · Hársnyrtiiðn
- · Húsasmíði
Hópur 3 - mæting kl. 10:35
- · Matreiðsla
- · Matartækni
- · Rafvirkjun
- · Stál-/blikksmíði
- · Vélstjórn
- · Vélvirkjun
- · Iðnmeistaranám
Mikilvægt er að útskriftarnemar mæti á réttum tíma í Hof og taki húfurnar með sér!