Upplýsingar um próf og próftöflur
Próftöflur nemenda má finna á nemendasvæði í Innu.
Próftöflu vorannar 2019 má finna hér (í dagaröð)
Próftöflu vorannar 2019 má finna hér (í stafrófsröð)
Sjúkrapróf vorannar 2019 má finna hér
ATH: Reglur um framvísun persónuskilríkja í prófum
Frestun prófa:
Nemendum sem hafa erfiða próftöflu hafa möguleika á að sækja um frestun á einu prófi til sjúkraprófa. Ekki er þó hægt að fresta verklegum prófum. Þessi frestun hefur engin áhrif á rétt nemandans til sjúkraprófa í öðrum greinum. Nemendur geta sótt um frestun prófa vikuna 6.maí - 10.maí. Kostnaður við þessi aukapróf er 1000 kr. og greiðist við skráningu.
Sjúkrapróf verða þriðjudaginn 21.maí og miðvikudaginn 22.maí.
Próftafla sjúkraprófa verður birt á auglýsingatöflu í norðuranddyri og á heimasíðu skólans.
Sýnidagur námsmats verður fimmtudaginn 23.maí kl.11-13.
Próf tekin annars staðar:
Hægt verður að sækja um að taka próf annars staðar en það á einungis við um próf sem eru á 6. prófdegi (20.maí). Nemendur geta sótt um þetta vikuna 6.maí - 10.maí. Kostnaður við þessi aukapróf er 5000 kr. og greiðist við skráningu. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans.
Mikilvæg atriði varðandi próf:
-
Ekki er krafist læknisvottorðs vegna veikinda (nema veikindi vari lengur en tvo daga).
-
Nemendur þurfa að sýna persónuskilríki með mynd í prófi.
-
Ekki er lengur skráður lengri próftími sérstaklega hjá hverjum nemanda.
-
Öll próf fara fram í stofum skólans við Hringteig.
-
Stofuskipan í prófunum verður birt á auglýsingatöflum í norðuranddyri skólans a.m.k. 20 mínútum fyrir auglýstan próftíma.
-
Einkunnir verða birtar í Innu.
-
Upplýsingar um einkunnir eru ekki veittar í gegnum síma.
-
Nemendur eru hvattir til að mæta tímanlega í prófin.
Prófareglur:
-
Ef nemandi er veikur þegar lokapróf fer fram skal hann tilkynna það skrifstofu VMA að morgni prófdags ella hefur hann fyrirgert rétti sínum til sjúkraprófs. Skráning í sjúkrapróf fer fram á skrifstofu skólans um leið og veikindi eru tilkynnt með GÁT-060 Skráning í sjúkrapróf.
-
Nemendum ber að leggja persónuskilríki með mynd á borð eða vinnustöð í upphafi prófs. Ef nemandi hefur ekki persónuskilríki með sér er heimilt að leita til prófhafa til staðfestingar um að nemandi sé skráður í áfanga. Ef ekki er hægt að staðfesta hver nemandi er, skal prófstjóri ákvarða hvernig tekið er á málinu.
-
Próftími kemur fram á forsíðu prófs. Nemendur hafa heimild til að sitja 30 mínútum lengur en próftími segir til um.
-
Nemendum ber að sitja hið minnsta 45 mínútur við verkefni sitt í hverju prófi. Komi nemandi meira en 45 mínútum of seint til prófs, hefur hann glatað rétti sínum til að þreyta prófið.
-
Öll meðferð snjalltækja er stranglega bönnuð á prófstað.
-
Ef vafi leikur á próftökurétti nemanda, t.d. vegna fjarvista eða hann hefur ekki lokið tilskyldum verkefnum, skal nemandinn ganga úr skugga um rétt sinn hjá sviðsstjóra sínum fyrir prófið.
-
Nemanda er ekki heimilt að fara án eftirlits úr prófstofu og koma aftur inn og ljúka við að leysa prófið.
-
Meðferð matar og drykkjar er að öllu jöfnu óheimil í prófstofu.
-
Alger þögn skal ríkja í prófstofu. Ef nemandi þarfnast aðstoðar, skal hann rétta upp hönd. Nemandi má ekki þiggja eða veita öðrum próftökum aðstoð meðan á prófi stendur.
-
Einungis hjálpargögn sem tilgreind eru á forsíðu prófa eru leyfileg.
-
Nemanda er ekki heimilt að hefja próftöku fyrr en yfirsetukennari hefur gefið merki um slíkt.
-
Grunað prófsvindl er tilkynnt til prófstjóra sem metur alvarleika hvers tilviks og hver viðbrögð skulu vera. Prófsvindl þýðir að jafnaði fall í áfanga eða brottrekstur úr skóla.