Fara í efni

Verkfallsboðun samþykkt í VMA

Félagar í Kennarasambandi Íslands í VMA hafa samþykkt að fara í verkfall sem hefst föstudaginn 21. febrúar ef ekki hafa náðst samningar fyrir þann tíma.

Skólastarf er óbreytt fram að því og hvet ég nemendur hér eftir sem hingað til að sinna náminu sínu af samviskusemi og dugnaði ásamt því að mæta vel í kennslustundir og nýta þær vel. Þess má geta að í dag 5. febrúar hafa fulltrúar kennara og ríkisins verið á fundi hjá Ríkissáttasemjara og vonandi skila þeir fundir árangri.

Komi til verkfalls þá vil ég vekja athygli á eftirfarandi:

  • Skólinn verður opinn og nemendur geta komið í húsnæði skólans á virkum dögum milli 8.30 og 15.30. Kennslustofur í B - álmu verða opnar.

  • Bókasafnið verður opið eins og venjulega en starfsfólk þar mun ekki fara í verkfall.

  • Verklegar kennslustofur, íþróttasalur og kennslustofur á listnámsbraut verða lokaðar.

  • Mötuneytið í Gryfju verður lokað.

  • Heimavist og mötuneyti heimavistar verður opið.

  • Skrifstofa skólans verður opin og starfsfólk skrifstofu mun ekki fara í verkfall.

  • Skólameistari mun ekki fara í verkfall.

  • FabLab verður opið eins og venjulega.

  • Viðburðastjóri og nemendafélagið mun skipuleggja viðburði komi til verkfalls og skrifstofur þeirra verða opnar.

  • Náms- og starfsráðgjafar, sviðsstjórar, áfangastjóri og aðstoðarskólameistari eru öll í Kennarasambandi Íslands og munu því fara í verkfall.

Nánari upplýsingar munu verða sendar ef til verkfalls kemur.

Við vonumst svo sannarlega til þess að það verði samið fyrir 21. febrúar og ekkert verði af verkfalli.

Gangi ykkur vel.

Sigríður Huld, skólameistari VMA