VMA: Þriggja ára nám til stúdentsprófs næsta haust
Frá og með næsta skólaári býður Verkmenntaskólinn á Akureyri upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs. Hinar nýju þriggja ára stúdentsbrautir hafa verið skipulagðar með hliðsjón af innritunarkröfum háskólanna. Breytingar á iðn- og tækninámi eru einnig á döfinni en þær eru skemmra á veg komnar.
Lengi hefur verið unnið að nýrri námsskrá og námstilhögun og hefur markvisst verið unnið að málinu í VMA á þessu
skólaári með það að markmiði að hefja kennslu samkvæmt nýrri námsskrá á nýjum og breyttum námsbrautum
haustið 2015. Alla jafna þarf að ljúka kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri til að komast í iðnnám, starfsnám og
námsbrautir til stúdentsprófs. Námsárangur í kjarnagreinum mun hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Á
brautum með fjöldatakmarkanir munu einkunnir 10. bekkjar ráða innritunarröð.
Það liggur fyrir, segir Benedikt Barðason, áfangastjóri í VMA, að þær breytingar á námi í VMA sem nú er verið að
kynna vegna næsta skólaárs eru þær mestu sem hafa orðið frá því að skólinn var settur á stofn fyrir röskum
þrjátíu árum. Núna í vikunni var breytt fyrirkomulag kynnt fyrir bæði foreldrum 10. bekkinga grunnskóla og forráðamönnum
grunnskóla.
Þriggja ára stúdentsbrautir
Þær þriggja ára stúdentsbrautir sem verður boðið upp á í VMA samkvæmt hinu nýja kerfi eru eftirfarandi. Hér má
í stórum dráttum sjá áherslur námsbrautanna. Til viðbótar taka allir nemendur sem fyrr ákveðnar kjarnagreinar og á það
við um bæði stúdentsprófsbrautir og aðrar námsbrautir í tæknigreinum og starfstengdu námi.
Náttúruvísindabraut
Stærðfræði
Eðlisfræði
Líffræði
Lífeðlisfræði
Lífræn efnafræði
Efnafræði
Erfðafræði
Jarðfræði
Næringarfræði
Vöðvafræði
Viðskipta- og hagfræðibraut
Rekstrarhagfræði
Frumkvöðlafræði
Markaðsfræði
Þjóðhagfræði
Bókfærsla
Viðskiptalögfræði
Viðskiptafræði
Stærðfræði
Enska
Félags- og hugvísindabraut
Félagsfræði
Sálfræði
Uppeldisfræði
Kynjafræði
Þroskasálfræði
Fatlanir og tjáskipti
Heimspeki
Trúarbragðasaga
Menningarsaga
Íslandssaga
Mannfræði
Listnáms- og hönnunarbraut
Fatasaumur
Litun og tauþrykk
Hönnun og hugmyndarvinna
Módelteikning
Ljósmyndun
Umhverfisteikning og málun
Myndlistarsaga
Sjónlistir
Myndvefnaður
Hönnun og textíllist
Íþrótta- og lýðheilsubraut
Næringarfræði
Heilbrigðisfræði
Starfsþjálfun
Skyndihjálp
Líffræði
Sálfræði
Uppeldisfræði
Íþróttir – allar greinar
Félagsfræði
Iðnnám með stúdentsprófi
2-3 ára iðn eða verknámsbraut
Viðbót:
Íslenska
Enska
Stærðfræði
Bóknámssérhæfing:
Tungumál
Náttúrufræðigreinar
Samfélagsgreinar
Stærðfræði
Viðskiptagreinar
Tækninámsbrautir
Tækninámsbrautir sem VMA býður upp á verða:
Byggingagreinar
Húsasmíði:
Húsaviðgerðir
Innréttingar
Véltrésmíði
Grunnteikning
Húsgagnasmíði
Húsgagnaviðgerðir
Gluggar- og útihurðir
Inniklæðningar
innréttingar
Málaraiðn
Pípulagningar
Múrverk
Rafmagnsiðngreinar
Rafvirkjun
Lýsingatækni
Tölvur- og nettækni
Rafmagnsfræði/mælingar
Raflagnir
Rafvélar
Stýringar og rökrásir
Forritanleg raflagnakerfi
Rafeindavirkjun
Fjarskiptatækni
Net og miðlun
Rafeindabúnaður
Smíði og hönnun
Málmiðngreinar
Blikksmíði
Stálsmíði
Vélvirkjun
Bifvélavirkjun
Rafeindatækni
Stýri og fjöðrun
Hemlar
Verkstæðisfræði
Yfirbyggingar
Vélstjórn – A-B-C-D réttindi
Rafmagnsfræði
Kælitækni
Rafeindatækni
Vélfræði
Vélstjórn
Stýritækni
Stjórnun
Hönnun skipa
Stærðfræði
Iðnnám með stúdentsprófi
Viðbót (nema við D-réttindi vélstjórnar)
Íslenska
Enska
Stærðfræði
Bóknámssérhæfing
Tungumál
Náttúrufræðigreinar
Samfélagsgreinar
Stærðfræði
Viðskiptagreinar
Iðn- og starfstengt nám
Sem fyrr verða í boði námsbrautir fyrir iðn- og starfstengt nám:
Hársnyrtiiðn
Hárgreiðsla
Iðnteikning
Klipping
Permanent og blástur
Öryggisfræði
Rakstur
Samningur á vinnustað
Matvæla- og veitingagreinar
Grunnnám matvæla- og veitingagreina
Matreiðsla (kokkur)
Framreiðsla
(þjónn)
Matartækni
Kjötiðn
Samningur á vinnustað
Sjúkraliðabraut
Líffæra- og lífeðlisfræði
Heilbrigðisfræði
Hjúkrun
Lyfjafræði
Næringarfræði
Samskipti
Siðfræði
Sjúkdómafræði
Skyndihjálp
Verklegt nám á stofnunum
Brautarbrú – áður almennt braut
Fjöldi nemenda hefur innritast á hverju hausti á svokallaða almenna braut. Þar gefst
nemendum kostur á rifja upp ákveðna hluti úr námi sínu í grunnskóla og byggja síðan ofan á þann grunn, auk þess sem
nemendur hafa fengið tækifæri til þess að kynnast í nokkra daga mörgum námsbrautum í skólanum og þannig hafa margir nemendur
fundið sína fjöl, ef svo má segja. Þessi námsbraut verður áfram með öðru nafni eða Brautarbrú.
Brautarbrú
Íslenska
Enska
Danska
Íþróttir
Lífsleikni
Stærðfræði
Bóknáms- og verknámsáfangar af ýmsum brautum (NSK-áfangar)
Atvinnufræði
Starfsbraut – fjögurra ára nám
Íslenska
Enska
Íþróttir
Lífsleikni
Stærðfræði
Verklegir áfangar af ýmsum brautum
Atvinnuþjálfun
Nám sérsniðið að hverjum og einum
Löng meðganga
„Það hefur verið unnið að þessu í um þrjú ár,“ segir Benedikt Barðason,
áfangastjóri. „Breytingarnar eru tvennskonar. Annars vegar almennar breytingar á skipulagi og fyrirkomulagi námslína og hins vegar stytting náms
til stúdentsprófs samkvæmt fyrirmælum Menntamálaráðuneytisins. Við skiluðum inn til ráðuneytisins fyrir tilsettan tíma
fyrirkomulagi nýrra námsbrauta og nýjum áfangalýsingum sem miðast við þessar breytingar á náminu. Okkar vinna sl. haust fólst
fyrst og fremst í því að móta nýjar námsbrautir samkvæmt fyrirmælum ráðuneytisins um styttingu náms til
stúdentsprófs í þrjú ár og auðvitað að brautirnir tækju mið af kröfum háskólanna. Inntökuskilyrði
háskólanna ráða miklu um hvernig námsbrautirnar eru settar upp. Einnig er að sjálfsögðu horft til krafna skólans sjálfs um
lokamarkmið námsins og hvernig skólasamfélag við viljum hafa. Frá áramótum hefur vinna okkar falist í því öðru fremur
að skrifa nýjar áfangalýsingar og hæfnisviðmið,“ segir Benedikt og staðfestir að þegar á heildina sé litið sé
sú breyting sem unnið hafi verið að síðustu mánuði stærsta breyting á námi í Verkmenntaskólanum á Akureyri í
þrjátíu ára sögu hans. „Okkar vinna hefur miðast við að hefja kennslu samkvæmt þessu nýja fyrirkomulagi í haust og
það liggur fyrir að við munum gera það,“ segir Benedikt.
Eðlilega er það töluvert byltingarkennd breyting að stytta
nám til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Þó er rétt að hafa í huga að
áfangakerfið í VMA hefur gefið þann sveigjanleika að æ fleiri hafa lokið stúdentsprófi í bóknámsdeildunum á skemmri
tíma en fjórum árum. Einnig hafa á hverju ári nokkrir nemendur í 10. bekk grunnskóla nýtt sér þann möguleika að
taka svokallaða matsönn í VMA – þ.e. jafnhliða síðustu önninni í grunnskólanum. Þessir nemendur hafa tekið próf í
nokkrum grunnáföngum í VMA á vorönn samhliða því sem þeir ljúka 10. bekk grunnskóla og þannig náð að
ljúka við nokkrar einingar áður en þeir síðan hefja nám þar að hausti. Fyrir vikið hafa þeir náð að flýta fyrir
sér í náminu í VMA. Og að sama skapi hafa nemendur haft þann möguleika að taka áfanga í fjarnámi til viðbótar við
það nám sem í boði er á hverjum tíma í dagskóli. Með þessu móti hafa nemendur einnig getað aukið hraðann í
náminu.
Kennsludögum fjölgar
„Það er nú reyndar svo að með þeim breytingum sem verða á næsta skólaári er í rauninn ekki verið að stytta
námið um heilt ár, vegna þess að skólaárið lengist á móti – það bætast við fleiri kennsludagar. En það
liggur jafnframt fyrir að vinnuálagið á nemendur sem ljúka stúdentsprófi á þremur árum verður meira en í gamla kerfinu.
Á nýju náttúrufræðibrautinni verður aukin áhersla lögð á náttúrufræðigreinar á kostnað til
dæmis samfélagsgreina og að sama skapi eykst áherslan á samfélagsgreinar á nýju félags- og hugvísindabrautinnii á kostnað
náttúrufræðigreina. Sérhæfing bóknámsbrautanna verður með öðrum orðum meiri en áður. Almennt má segja að
með þessu nýja fyrirkomulagi verður minna um endurtekningar úr náminu í grunnskólanum og því þurfa nemendur að vera vel
undirbúnir úr grunnskóla til þess að taka bóknám á þremur árum til stúdentsprófs. Þeir nemendur sem eru ekki
með nægilega góðan grunn til þess að taka stúdentsprófið á þremur árum þurfa lengri tíma. Og í þessu
sambandi er mikilvægt að undirstrika að þó svo að nú verði boðið upp á þriggja ára námsbrautir til
stúdentsprófs er alls ekki lokað á að nemendur taki stúdentsprófið sitt á lengri tíma,“ segir Benedikt.
„Ég trúi því að sú breyting sem við erum núna á kynna á náminu okkar sé til bóta,“ segir Benedikt.
„Ég tel að við séum með þessu að fá betra og markvissara nám og betra skólastarf. Það er rétt að undirstrika að
þessar breytingar taka fyrst og fremst til bóknámsins en breytingar sem verða á verknáminu taka til almennra breytinga á áföngum nemenda
á fyrsta ári – t.d. sem lýtur að íþróttum, heilsurækt og næringarfræði,“ segir Benedikt Barðason.
Nýir áfangar fyrir nemendur á fyrsta ári
Nokkrir nýir áfangar verða í boði frá og með næsta
skólaári fyrir nemendur á fyrsta ári:
Náttúrulæsi
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandi auki þekkingu og skilning á umhverfi
sínu, áhrifum mannsins á náttúruna og sjálfbærni í nútíma þjóðfélagi ásamt því að
verða meðvitaðri um órjúfanleg tengsl einstaklings og náttúru.
Menningarlæsi
Nemandinn öðlist skilning á menningarsamfélagi nútímans, beri saman við mismunandi menningarsamfélög
og átti sig á mikilvægi sjálfbærni, jafnréttis og lýðræðis. Að auki verður nemandinn meðvitaðri um tengsl einstaklings og
samfélags, eigin ábyrgð, þátttöku og mögulegum áhrifum.
Neytenda- og fjármálalæsi
Í þessum áfanga er fjallað um samband nemandans við umhverfið sem hann býr í;
fjölskylduna, vinina, afþreyingarmiðla, samfélagsmiðla, skólafélagana, markaðsöflin og nærsamfélagið.
Heilsuefling (1 og 2)
Í áfanganum verður fléttuð saman fræðsla og hreyfing og leitast við að hvetja nemandann til
heilbrigðari lífshátta. Lögð verður áhersla á fjölbreytta líkamsþjálfun, mikilvægi næringar, áhrif umhverfis
og menningar á heilsu, hreinlæti, kynheilbrigði og fleira sem tengist því að auka heilsulæsi einstaklingsins og ábyrgð hans á eigin
heilsu.