Söngkeppni VMA - lög og flytjendur
Þá styttist í stóru stundina - Sturtuhausinn - Söngkeppni Verkmenntaskólans á Akureyri verður haldin með pompi og pragt í Menningarhúsinu Hofi nk. fimmtudag, 18. febrúar, kl. 20. Söngkeppnin er jafnan einn af hápunktunum í félagslífinu á hverjum vetri og er óhætt að mæla með fjölbreyttu og frábæru kvöldi því vandað verður til umgjarðarinnar og eins og sjá má á lagalistanum hér að neðan er tónlistin af ýmsum toga, bæði innlend og erlend. Að þessu sinni er 21 lag skráð til leiks, sem eru enn fleiri lög en voru skráð í keppnina í fyrra.
Hljómsveitin í ár skipa engir aukvisar: Tómas Sævarsson hljómborðsleikari er hljómsveitarstjóri, Stefán Gunnarsson spilar á bassa, Hallgrímur Jónas Ómarsson á gítar og Valgarður Óli Ómarsson á trommur.
Kynnar á Söngkeppninni verða VMA-kennararnir Börkur Már Hersteinsson og Anna Berglind Pálmadóttir.
Miðasala í fullum gangi á annars vegar á Mak.is og hins vegar Tix.is.
Keppandi | Lag | Flytjandi |
Tinna Björg Traustadóttir | Hold it against me | Britney Spears |
Örn Smári Jónsson | Torn heart | Frumsamið |
Elísa Ýrr Erlendsdóttir | You know I´m no good | Amy Winehouse |
Gísli Björgvinsson | Eitrað líf | Frumsamið |
Guðmundur Kári Þorgrímsson | Impossible | James Arthur |
Ingibjörg Dís | Back to black | Amy Winehouse |
Sindri Snær Konráðsson | Dimmar rósir | Tatarar |
Valgerður Þorsteinsdóttir | I'd rather go blind | Beyoncé |
Kristín Tómasdóttir | Á leiðinni heim | Frumsamið |
Petra Sif Lárudóttir | Ég fer ekki neitt | Sverrir Bergmann |
Inga Líf Ingimarsdóttir | Love yourself | Justin Bieber |
Valdís Jósefsdóttir | Norðurljós | Ragnheiður Gröndal |
Svana Rún Alladóttir | Yours | Ella Hendersson |
Eyþór Arnar Alfreðsson | Heaven | Warrant |
Unnur Eyrún Kristjánsdóttir | Ég veit þú kemur | Eyjalag |
Hilda Sigurðardóttir | We don't have to take our clothes off | Ella Eyre |
Ágúst Gestur Guðbjargarson | Tvær stjörnur | Megas |
Elísabet Ósk Magnúsdóttir | When we were young | Adele |
Anton Líní Hreiðarsson | Friendship | Frumsamið |
Ingibjörg Dís & Oddrún Inga | Someone like you | Adele |