Fara í efni

Rauð viðvörun vegna veðurs

Veðurspá kl. 17 í dag, 5. febrúar 2025
Veðurspá kl. 17 í dag, 5. febrúar 2025

Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna veðurs næsta sólarhringinn. 

Nemendur sem búa utan Akureyrar hafa verið hvattir til að leggja fyrr af stað heim til sín nú í dag, áður en veðrið skellur á. Kennsla í kvöldskóla verður óbreytt en að sjálfsögðu er fólk beðið um að sýna skynsemi ef veðurútlit er orðið slæmt. 

Nemendur og starfsfólk er beðið um að fylgjast með veðurspá og færð á vegum í fyrramálið en tekin verður ákvörðun út frá veðurspá í fyrramálið hvernig skólastarfi verður háttað. 

Við biðjum ykkur að fylgjast vel með heimasíðu skólans og  tölvupóstum frá skólanum varðandi skólastarf á morgun, 6. febrúar. 

Farið varlega og fylgist vel með á vedur.is og heimasíðu Vegagerðarinnar

Skólameistari