Sjúkraliðabraut (Staðfestingarnúmer 171)
Sjúkraliðabraut er ætlað að undirbúa nemendur undir krefjandi störf við hjúkrun, endurhæfingu og forvarnir bæði á heilbrigðisstofnunum og á heimilum fólks þar sem reynir mikið á samskiptafærni og siðferðisvitund starfsmanna. Sjúkraliðanám getur verið góður grunnur fyrir frekara nám í heilbrigðisvísindum. Að lokinni brautskráningu frá skóla getur nemandi sótt um löggildingu starfsheitis til Embættis landlæknis og öðlast þá réttindi til að starfa sem sjúkraliði á Íslandi. Starfsheitið sjúkraliði er lögverndað.
Forkröfur
Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.
Skipulag
Nám í kjarnagreinum íslensku, ensku og stærðfræði ásamt námi í öðrum almennum greinum hefst á 1. önn. Gert er ráð fyrir í námskránni að nám í kjarnagreinum hefjist á 2. þrepi. Á annarri og þriðju önn bætast við framhaldsáfangar kjarnagreina og nám í heilbrigðisgreinum sem eru nauðsynlegir undanfarar náms í sérgreinum brautar og starfsnáms. Á 4.-6. önn eykst sérhæfing námsins enn frekar með námi í sérgreinum brautar og starfsnámi. Skólinn fléttar saman bóknám og vinnustaðanám að loknum fyrsta áfanga í bóklegri og verklegri hjúkrun samkvæmt skólanámskrá. Þannig getur vinnustaðanám farið fram á stofnunum samhliða bóknámi eða sem sérstök verkleg önn á námstíma.
Námsmat
Lögð er áhersla á leiðsagnarmat og símat sem gefur nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og metur vinnuframlag þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat er fjölbreytt og aðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda. Námsmat á brautinni er fólgið í símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats s.s. skiladagar verkefna og vægi kemur fram í námsmatsreglum skólans.
Reglur um námsframvindu
Nám á sjúkraliðabraut er 205 einingar og útskrifast nemendur með hæfni á 3. þrepi. Námstími er 3 – 4 ár og ætli nemandi að ljúka námi á 3 árum þarf hann að ljúka 68 einingum að jafnaði á ári. Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá. Við námslok skal hlutfall eininga á 1. þrepi vera 17 - 33%, á 2. þrepi 33 - 50% og á 3. þrepi 17 - 33% . Nemanda er heimilt að útskrifast með allt að 10% eininga á 4. þrepi.
Hæfnisviðmið
- hagnýta sérhæfða þekkingu og leikni í hjúkrunarfræði og heilbrigðisgreinum til að takast á við viðfangsefni sjúkraliðastarfsins
- forgangsraða viðfangsefnum og greina hvaða hjúkrunarmeðferðir eigi við hverju sinni samkvæmt viðurkenndum flokkunarkerfum og skráningu í hjúkrunarfræði
- beita, rökstyðja og ígrunda þær hjúkrunarmeðferðir sem hann framfylgir samkvæmt hjúkrunaráætlun hverju sinni
- beita innsæi, gagnrýnni og skapandi hugsun við lausn hjúkrunarviðfangsefna
- sýna faglega umhyggju gagnvart skjólstæðingum
- miðla þekkingu og upplýsingum til skjólstæðinga, aðstandenda og samstarfsfólks
- nýta samskiptafærni við margvíslegar aðstæður og tjá eigin hugmyndir og skoðanir
- nýta tölvukunnáttu við upplýsingaleit, varðveislu og skráningu upplýsinga ásamt mati á faglegum upplýsingum
- taka þátt í þverfaglegu samstarfi og koma á framfæri sérhæfðri þekkingu sem við á hverju sinni
- vinna eftir gæðaviðmiðum og reglum um vinnuvernd
- starfa eftir siðareglum og sýna siðferðisvitund, fordómaleysi, umbyrðarlyndi og víðsýni í störfum sínum
- vinna að eigin starfsþróun og tileinka sér nýjungar í starfi
Námsgrein | 1. þrep | 2. þrep | 3. þrep | ||
---|---|---|---|---|---|
Danska | DANS | 2OM05 | 0 | 5 | 0 |
Enska | ENSK | 2LS05 2RM05 3VG05 | 0 | 10 | 5 |
Heilbrigðisfræði | HBFR | 1HH05(AV) | 5 | 0 | 0 |
Heilsufræði | HEIF | 1HN02(AV) 1HN02(AV) | 4 | 0 | 0 |
Heilsa, lífsstíll | HEIL | 1HH02 1HH02(AV) | 4 | 0 | 0 |
Hjúkrun, grunnur | HJÚK | 1AG05(AV) 2HM05(AV) 2TV05 3FG05 3LO03 3ÖH05(AV) | 5 | 10 | 13 |
Hjúkrun, grunnur, verkleg | HJVG | 1VG06(AV) | 6 | 0 | 0 |
Íslenska | ÍSLE | 2HS05(AV) 2KB05(AV) | 0 | 10 | 0 |
Líffræði | LÍFF | 2NÆ05 | 0 | 5 | 0 |
Lífsleikni | LÍFS | 1SN01 1SN02 | 3 | 0 | 0 |
Líffæra og lífeðlisfræði | LÍOL | 2IL05 2SS05 | 0 | 10 | 0 |
Lyfjafræði | LYFJ | 2LS05(AV) | 0 | 5 | 0 |
Menningarlæsi, lýðræði | MELÆ | 1ML05 | 5 | 0 | 0 |
Náttúrulæsi | NÁLÆ | 1UN05 | 5 | 0 | 0 |
Samskipti | SASK | 2SS05(AV) | 0 | 5 | 0 |
Sálfræði | SÁLF | 2SÞ05 | 0 | 5 | 0 |
Siðfræði | SIÐF | 2SÁ05(AV) | 0 | 5 | 0 |
Sjúkdómafræði | SJÚK | 2GH05 2MS05(AV) | 0 | 10 | 0 |
Skyndihjálp | SKYN | 2EÁ01 | 0 | 1 | 0 |
Starfsþjálfun sjúkraliðanema | STAF | 3ÞJ27 | 0 | 0 | 27 |
Stærðfræði | STÆF | 2TE05(AV) | 0 | 5 | 0 |
Sýklafræði | SÝKL | 2SS05(AV) | 0 | 5 | 0 |
Upplýsingatækni | UPPT | 1ÁH02 | 2 | 0 | 0 |
Verknám | VINN | 2LS08 3GH08 3ÖH08 | 0 | 8 | 16 |
Einingafjöldi | 199 | 39 | 99 | 61 |